Markaðsakademían

Lærðu að verða OFURnotandi á auglýsingakerfi Facebook 

Námskeið Markaðsakademíunnar í samstarfi við Íslandsstofu kennir þátttakendum að ná meiri árangri með auglýsingum á Facebook og Instagram. Þátttakendur öðlst mjög hagnýta þekkingu á að beita tæknilegum auglýsingaaðferðum Facebook og djúpan skilning á öllum þeim eiginleikum sem auglýsingakerfið býður uppá.

Vinnustofan byrjar á stuttum fyrirlestri en svo fara þátttakendur með kennurum inn í Facebook Business Manager þar sem farið er lið fyrir lið yfir alla þá öflugu þætti sem auglýsingakerfi Facebook býður uppá.

Næstu námskeið:

 • Reykjavík 16. júlí kl 8:30 til 15:30.  CenterHotel Miðgarður, Laugavegi 120. 
 • Einnig í boði í fjárnámi sem er alltaf opið. Þú getur byrjað að læra núna! Allar nánari upplýsingar og skráning er á fjarnam.markadsakademian.is.
 • Verð: 59.900 kr. per. þátttakanda. Innifalið er matur og kaffiveitingar ásamt námskeiðsgögnum. Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Hópafsláttur er veittur ef þrír eða fleiri skrá sig saman. Greiðsluskilmálar

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

 • Hvernig hægt er að ná meiri árangri fyrir minna fjármagn með Facebook

 • Hvernig hægt er að búa til öflugri markhópa bæði með því að nota Audience Insight og eigin gögn

 • Hvernig hægt er að sjálfvirknivæða auglýsingar svo kerfið framleiði jafnvel hundruð mismunandi samsetningar af auglýsingum, fyrir mismunandi markhópa, með algrímu Facebook.
 • Hvernig hægt er að tengja auglýsingakerfi Facebook við vefverslanir og sjálfvirknivæða auglýsingar
 • Hvernig Facebook Pixel virkar og hvernig hægt er að nota hann til að ná meiri árangri með Facebook auglýsingum og gera betri greiningar með Analytics hluta Business Manager

 • Hvernig við getum búið til betri Facebook og Instagram auglýsingar með myndum og texta sem skila meiri árangri


Fyrir hverja:

Framkvæmdastjóra, markaðsstjóra, vörumerkjastjóra og aðra stjórnendur og starfsmenn sem koma að stjórnun markaðsmála og vilja efla færni sína og þekkingu við notkun Facebook auglýsingakerfisins.
 
Þátttakendur verða OFUR-notendur á Business Manager Facebook að loknu námskeiði.

Kennarar:

Tryggvi Freyr Elínarson, framkvæmdastjóri Datera, sem sérhæfir sig í gagnadrifnum og sjálfvirkum markaðssamskiptum.
Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsráðgjafi og stundakennari við Háskólann í Reykjavík. (sjá nánar)
 

Um Markaðsakademíuna

Markaðsakademían hjálpar fyrirtækjum að selja meira. Við höfum boðið uppá regluleg markaðs- og þjónustunámskeið í rúm 9 ár. Starfsmenn frá nánast öllum 300 stærstu fyrirtækjum Íslands hafa verið þátttakendur ásamt starfsmönnum úr miklum fjölda minni fyrirtækja, út um allt land og úr öllum atvinnugreinum. Í heildina hafa á þriðja þúsund manns sótt námskeiðin.
 
Þjónusta Markaðsakademíunnar er þríþætt:
 • Skipulögð markaðs- og þjónustunámskeið á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni

 • Klæðskerasniðin fræðsla og fyrirlestrar fyrir fyrirtæki, á íslensku og ensku

 • Mentor aðstoð og ráðgjöf sem hjálpar stjórnendum að ná meiri árangri 

Námskeið framundan:

Auglýsingakerfi Facebook í Fjarnámi - (Byrjaðu í dag!)

Auglýsingakerfi Facebook - 16. júlí

Stjórnun markaðsstarfs - 14. ágúst

Ofurþjónustunámskeið (Akureyri) - 19. ágúst

Ritz Carlton þjónustunámskeið - 12. september

Ofurþjónustunámskeið - 10. október

Stjórnun markaðsstarfs (Akureyri) - 25. nóvember