Markaðsakademían

Lærðu að verða ofurnotandi á auglýsingakerfi Facebook - Business Manager! 

Heilsdags vinnustofa þar sem þátttakendur læra að nota öflugustu hluta Facebook auglýsingakerfisins sem margir auglýsendur þekkja lítið og vita jafnvel ekki af. Facebook er orðið eitt stærsta fyrirtæki heims og ásamt Google taka þau til sín tæplega 30% af öllum auglýsingatekjum veraldar. Velgengnin er tilkomin vegna óvenju greiðs aðgengis auglýsingakerfisins að markhópum fyrirtækja.   

Farið verður yfir allar tæknilegu aðferðirnar sem hafa látið Facebook vaxa gríðarlega undanfarin misseiri en sömuleiðis verið uppspretta allrar gagnrýninnar. Þá eru siðferðileg álitaefni skoðuð og farið yfir hvar línan með nýju persónuverndarlöggjöfinni liggur. Það eru geysilega mikil tækifæri fyrir fyrirtæki að ná til markhópa sinna á hagkvæman hátt án þess að vera á gráu svæði við lögin. Vinnustofan kennir allar þessar aðferðir.
 
Vinnustofan byrjar á stuttum fyrirlestri en svo fara þátttakendur með kennurum inn í Facebook Business Manager þar sem farið er lið fyrir lið yfir alla þá öflugu þætti sem auglýsingakerfi Facebook býður uppá.
 
Þátttakendur verða OFUR-notendur að loknu námskeiði, bæði með mjög hagnýta þekkingu á að beita tæknilegum auglýsingaaðferðum Facebook ásamt því að vera með djúpa þekkingu og skilning á öllum þeim trixum sem auglýsingakerfið býður uppá.

Næstu námskeið:

 • Reykjavík 20. júní kl 8:30 til 15:30.  CenterHotel Miðgarður, Laugavegi 120. Fundarherbergið Eldfell. 
 • Verð: 59.900 kr. per. þátttakanda. Innifalið er matur og kaffiveitingar ásamt námskeiðsgögnum. Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Hópafsláttur er veittur ef þrír eða fleiri skrá sig saman. Greiðsluskilmálar

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

 • Hvernig hægt er að ná meiri árangri fyrir minna fjármagn með Facebook

 • Hvernig hægt er að búa til öflugri markhópa bæði með því að nota Audience Insight og eigin gögn

 • Hvernig hægt er að sjálfvirknivæða auglýsingar svo kerfið framleiði jafnvel hundruð mismunandi samsetningar af auglýsingum, fyrir mismunandi markhópa, með algrímu Facebook.
 • Hvernig hægt er að tengja auglýsingakerfi Facebook við vefverslanir og sjálfvirknivæða auglýsingar
 • Hvernig Facebook Pixel virkar og hvernig hægt er að nota hann til að ná meiri árangri með Facebook auglýsingum og gera betri greiningar með Analytics hluta Business Manager

 • Hvernig við getum búið til betri Facebook auglýsingar með myndum og texta sem skila meiri árangri


Fyrir hverja:

Framkvæmdastjóra, markaðsstjóra, vörumerkjastjóra og aðra stjórnendur og starfsmenn sem koma að stjórnun markaðsmála og vilja efla færni sína og þekkingu við notkun Facebook auglýsingakerfisins.
 
Þátttakendur verða OFUR-notendur á Business Manager Facebook að loknu námskeiði.

Kennarar:

Tryggvi Freyr Elínarson, framkvæmdastjóri Datera, sem sérhæfir sig í gagnadrifnum og sjálfvirkum markaðssamskiptum.
Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsráðgjafi og stundakennari við Háskólann í Reykjavík. (sjá nánar)
 

Um Markaðsakademíuna

Markaðsakademían hjálpar fyrirtækjum að selja meira. Við höfum boðið uppá regluleg markaðs- og þjónustunámskeið í rúm 9 ár. Starfsmenn frá nánast öllum 300 stærstu fyrirtækjum Íslands hafa verið þátttakendur ásamt starfsmönnum úr miklum fjölda minni fyrirtækja, út um allt land og úr öllum atvinnugreinum. Í heildina hafa á þriðja þúsund manns sótt námskeiðin.
 
Þjónusta Markaðsakademíunnar er þríþætt:
 • Skipulögð markaðs- og þjónustunámskeið á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni

 • Klæðskerasniðin fræðsla og fyrirlestrar fyrir fyrirtæki, á íslensku og ensku

 • Mentor aðstoð sem hjálpar stjórnendum og markaðsfólki að ná meiri árangri í sínum störfum

Námskeið framundan:

Stjórnun markaðsstarfs - 3. júní - (Nokkur sæti laus)

Auglýsingakerfi Facebook - 20. júní

Ofurþjónustunámskeið (Akureyri) - 19. ágúst

Ritz Carlton vinnustofa - 12. september (takmarkað sætaframboð)

Ofurþjónustunámskeið - 10. október