Markaðsakademían

MARKAÐSSETNING Á NETINU

Í lok árs 2009 gaf Guðmundur Arnar út bókina Markaðssetning á netinu í samstarfi við Icelandair, Útflutningsráð (nú Íslandsstofa), Hvíta húsið og Nordic eMarketing (nú The Engine). Í framhaldi voru haldin tugir námskeiða í samstarfi við Íslandsstofu og MBL.IS, út um allt land, sem hjálpuðu markaðsfólki að taka fyrstu skrefin í stafrænu markaðsstarfi.

Námskeiðin Markaðssetning á netinu þróuðust svo yfir í námskeiðið Stjórnun markaðsstarfs á vegum Markaðsakademíunnar sem hafa verið haldin frá árinu 2013.

Bókina er nú hægt að sækja gjaldfrjálst á netinu hér.

 

 

 

Kennari

Guðmundur Arnar Guðmundsson

starfar sem markaðsráðgjafi og stundakennari við Háskólann í Reykjavík. Hann er hagfræðingur frá Acadia University í Kanada og með MBA gráðu frá Háskóla Íslands.
Guðmundur hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum og uppbyggingu vörumerkja en hann hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air, markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og sem vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi. Þá hefur hann veitt fjölda fyrirtækja ráðgjöf um hvernig haga megi markaðsstarfi. Hann var stjórnarformaður ÍMARK og er annar höfundur bókarinnar Markaðssetning á netinu.
Allar nánari upplýsingar gefur Klara: klara@markadsakademian.is.

Samstarfsaðilar: