Áhættustýring og gjaldeyrisvarnir fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu

Hagnýtt námskeið, í samstarfi við SAF, þar sem áhersla er lögð á að þátttakendur öðlist þekkingu og færni í notkun gjaldeyrisvarna til að stýra áhættu í rekstri fyrirtækja.

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem koma að ákvörðunum um fjármál fyrirtækja, af öllum stærðum og öllum atvinnugreinum þó áhersla sé á ferðaþjónustu. Ennfremur fyrir þá sem vilja auka hagnýtan skilning á áhættustýringu, afleiðum og gjaldeyrismörkuðum.

Hagnýt atriði:

  • Næsta námskeið er 20. febrúar milli 17 og 20:30, CenterHotel Plaza við Ingólfstorg. Verð 49.900 kr. (ATH: 10.000 kr. afsláttur fyrir SAF meðlimi með afsláttarkóðanum SAF2020, verð þá 39.900 kr.)
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. 

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

  • Grunnatriði áhættustýringar
  • Gjaldeyrisáhættu 
  • Áhættuvarnir og áhrif þeirra á virði fyrirtækja og haghafa
  • Helstu tegundir afleiða
  • Gjaldeyrismarkaði og íslensku krónuna

Í lok námskeiðs ættu þátttakendur að kunna skil á:

  • Helstu ástæðum þess að fyrirtæki nota áhættuvarnir og áhrifum þeirra á virði fyrirtækja og helstu haghafa
  • Helstu tegundum afleiða og hvernig þær eru notaðar við stýringu á gjaldeyrisáhættu
  • Uppbyggingu gjaldeyrismarkaða ásamt reglum og venjum í gjaldeyrisviðskiptum

Kennari:

Andri Már Gunnarsson er sérfræðingur í fjárstýringu Arion banka. Hann er með BA í hagfræði og MSc í fyrirtækja- og fjármálastjórnun. Andri hefur yfir 9 ára reynslu af störfum á fjármálamarkaði, m.a. hjá Íslandsbanka, Landsbankanum og Arion banka.

Námskeið framundan

Engin skráð námskeið framundan