Árangursdrifin markmiðasetning fyrirtækja með OKR

Lærðu einfalda og áhrifaríka aðferðafræði við að skerpa fókus og forgangsraða því sem skiptir máli.

Farið verður ofan í aðferðafræði OKR eða "Objectives & Key Results" sem hefur hjálpað fyrirtækjum á borð við Google, Amazon og Spotify að framkvæma stefnu með skýrum, sýnilegum og mælanlegum hætti.

Aðferðafræðin nýtur sívaxandi vinsælda og hentar fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum.

Næsta námskeið:

  • Fimmtudaginn 31. október, kl. 17-21. CenterHotels Plaza við Ingólfstorg.
  • Verð: 49.900 kr.
  • Innifalið í námskeiðsgjaldi er bókin Measure What Matters, e. John Doerr og ótímabundinn aðgangur að leikbókum (e. playbooks) sem hægt er að styðjast við í innleiðingu á OKR.
  • Aðgangur að ráðgjöf í klukkutíma með kennara í 3 mánuði frá námskeiði þar sem veitt er ráðgjöf um efni námskeiðsin og ótímabundinn aðgangur að leikbókum (e. playbooks) sem hægt er að nota til að taka fyrstu skrefin með OKR.
  • Verð: 49.900 kr.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. 

Að loknu námskeiði eru þátttakendur með:

  • Góða innsýn í aðferðafræði OKR.
  • Skilning á því með hvaða hætti þau geta innleitt OKR í sínu fyrirtæki.
  • Með reynslu af því að fara í gegnum vinnustofu þar sem OKR er sett í ímynduðu fyrirtæki.

Fyrir hverja?

Stjórnendur sem vilja læra að skerpa fókus í sínum fyrirtækjum með því að setja skýr og mælanleg markmið.

Kennari:

Ólafur Örn Nielsen, ráðgjafi fyrirtækja í stafrænni vegferð hjá Möntru ráðgjöf. Hann hefur starfað við stjórnun og hugbúnaðarþróun í 15 ár, nú síðast sem framkvæmdastjóri Kolibri og þar áður hjá Form5, WOW air, Eddu útgáfu og Morgunblaðinu.

Nánari upplýsingar um kennara sjá www.mantra.is.

 

Skráning á námskeið.

Dagsetningar í boði, smelltu til að skrá þig:

Skrá mig, 31. október

Námskeið framundan