Auglýsingakerfi Google

Námskeið sem kennir þátttakendum að ná árangri með auglýsingakerfi Google, Google Ads.

Fjarnám einnig í boði, byrjaðu að læra í gegnum netið núna!

Google á stærsta auglýsinganet heims sem nær til um 90% af öllum netnotendum. Á Íslandi nota nánast allir Google við vefleit en hún er jafnframt leiðandi leitarvél í heiminum.

Í gegnum Google er hægt að birta vefborða á hundruðum þúsunda vefsíðna um allan heim, myndbönd og auglýsingar á Youtube en jafnframt kaupa ákveðin leitarorð svo auglýsingin okkar birtist þegar ákveðin orð eru notuð. 

  • Verð: 59.900 kr. per. þátttakanda. (44.900 kr ef bókað er fyrir 19. september!) Innifalið er matur og kaffiveitingar ásamt námskeiðsgögnum.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. Hópafsláttur er veittur ef þrír eða fleiri skrá sig saman. 

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

  • Tækifærin sem leynast í auglýsingakerfi Google
  • Hvernig við búum til og hámörkum árangur af leitarvélaauglýsingum
  • Hvernig við búum til og hámörkum árangur af vefborðaherferðum
  • Hvernig við búum til og hámörkum árangur af myndböndum og auglýsingum á m.a. Youtube
  • Re-marketing herferðir
  • Samkeppnisgreiningu

Kennari:

Tryggvi Freyr Elínarson, framkvæmdastjóri Datera, sem sérhæfir sig í gagnadrifnum og sjálfvirkum markaðssamskiptum. Fáir hafa jafn mikla reynslu og þekkingu og Tryggvi á markaðssetningu á netinu en hann hefur séð um stafrænar herferðir fyrir mörg stærstu og framsæknustu fyrirtæki Íslands.

Fyrir hverja:

Framkvæmdastjóra, markaðsstjóra, vörumerkjastjóra og aðra stjórnendur og starfsmenn sem koma að stjórnun markaðsmála og vilja byrja að nota eða efla færni sína og þekkingu við notkun á auglýsingakerfis Google.

Skrá mig

Námskeið framundan