Ráðstefna um þjónustu

Aðalfyrirlesari frá Disney Institute: Galdrarnir að baki upplifuninni

Ráðstefnan skartar fyrirlesara frá Disney Institute sem mun fjalla um hvernig Walt Disney Parks & Resorts hefur farið að því að skapa sína þjónustuupplifun. Mun hann deila þeirri þekkingu og innsæi sem Disney notar við þjónustusköpun.

Þá mun hann fjalla um hvað það skiptir miklu máli að huga að öllum smáatriðum, leggja aukna áherslu á hönnun þjónustuupplifunar viðskiptavina og tryggja að fyrirtækjamenning styðji við þjónustuloforðið.

Auk fyrirlesara Disney Institute munu stjórnendur frá bestu þjónustufyrirtækjum Íslands vera með erindi um hvernig þau vinna með þjónustu í sínum geirum.

Dagskrá*

Fundarstjóri: Hrafnhildur Hafsteinsdóttir markaðs- og gæðastjóri Hjallastefnunnar

 • Sérfræðingur frá Disney Institute sem fjallar um galdrana að baki upplifuninni hjá Walt Disney Parks & Resorts
 • Margrét Tryggvadóttir forstjóri Nova
 • Már Más­son fram­kvæmda­stjóri viðskipta- og rekstr­ar­sviðs Bláa lónsins
 • Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar
 • Bjarney Harðardóttir, framkvæmdastjóri hjá   66°Norður
 • Snæbjörn Ingólfsson, sérfræðingur hjá Origo: Fer sjálfvirkni og aukin þjónusta saman? 
 • Kristinn G. Bjarnason, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Toyota

* ATH enn gæti bæst við dagskrána og hún tekið lítilsháttar breytingum.

Hagnýt atriði

 • Staður: GrandHotel Reykjavík
 • Stund: 23. mars, kl 8:30 til kl 12:30
 • Snemmskráningarverð 29.900 kr. til 15. mars, 34.900 kr. frá 16. mars. (nokkur sæti laus, ekki missa af!)
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af þátttökugjaldi

Fyrir hverja:

Ráðstefnan er fyrir alla sem stjórna, móta eða hafa áhrif á þjónustuupplifun viðskiptavina fyrirtækja og stofnana af öllum stærðum, og í öllum atvinnugreinum. Sem dæmi framkvæmdastjóra, forstöðumenn, verslunarstjóra og lykilstarfsmenn í þjónustustörfum.

Námskeið framundan

Engin skráð námskeið framundan