Ritz-Carlton þjónustuskóli á Íslandi

Lærðu af besta þjónustufyrirtæki heims

Stjórnandi frá hótelkeðjunni mun leiða hálfs dags vinnustofu sem hjálpar þátttakendum, á hagnýtan hátt, að láta sín fyrirtæki skara framúr með fyrsta flokks þjónustu.

Ritz Carlton hefur hjálpað fyrirtækjum og stofnunum af öllum stærðum og í öllum atvinnugreinum. Apple er eitt af mörgum framúrskarandi fyrirtækjum sem hefur notað Ritz Carlton sem fyrirmynd við mótun á allri þjónustu.

Vinnustofa:

 • Staður: Hilton Reykjavik Nordica
 • Stund: 12. september, kl. 8:30 til 12:30  
 • Fullt verð: 69.900 per. þátttakanda. Þeir sem skrá sig fyrir 31. júlí fá 10.000 kr afslátt, verð 59.900 kr. Hafið samband við Klöru klara@markadsakademian.is fyrir hópakjör og nánari upplýsingar. Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi.

Námskeiðslýsing Ritz Carlton:

Í Ritz Carlton þjónustuskólanum lærir þú að verða meistari í þjónustu.

 • Farið verður yfir fimm lykilþætti sem viðskiptavinir þurfa og vilja að sá sem veitir þjónustu búi yfir, óháð því fyrir hvaða fyrirtæki eða í hvaða geira viðkomandi starfar.
 • Lykilþjónustuþættir Ritz-Carlton: Yfirlit yfir þá þjónustueiginleika sem leiða til raunverulegra sambanda og mikilvægi sálfræði í þjónustu.
 • Skýr þjónustustefna: Það er lykilatriði að þjónustupplifun viðskiptavinarins sé alltaf sú sama. Ein leið til að tryggja það hjá Ritz-Carlton er með því að nota hin þrjú þrep þjónustu.
 • Máttur ráðandi þjónustu: Þú munt komast að því hvernig á að sjá fyrir og vinna með þarfir viðskiptavinarins í gegnum þjónustuupplifunina, þar með talið hvernig á að bæta skynjun með því að nýta augnablikið, hvernig nýta á lykilatriði úr CRM fræðum og hvernig á að notfæra sér það að koma viðskiptavinum á óvart og gleðja þá.
 • Tilfinningalegar tengingar: Umræða um muninn á hlutlægum og tilfinningalegum eiginleikum og af hverju þessi munur er lykilatriði þegar kemur að vörumerkjatryggð.

Fyrir hverja:

  Námskeiðið er fyrir alla sem stjórna, móta eða hafa áhrif á þjónustuupplifun viðskiptavina fyrirtækja og stofnanna af öllum stærðum, og í öllum atvinnugreinum. 

  Skrá mig

  Námskeið framundan