Stjórnun Markaðsstarfs

Námskeið sem fer á hagnýtan hátt yfir öll helstu starfssviðs markaðsstjórans og skilur þátttakendur eftir með verkfæri og þekkingu sem nýtist þeim strax í starfi. Fjölmargar íslenskar dæmisögur eru teknar fyrir til að auka skilning á viðfangsefnum. 

Námskeiðið hentar öllum sem koma að markaðsmálum lítilla jafnt sem stórra fyrirtækja. Hér má finna lista yfir hluta þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem sent hafa starfsmenn á námskeiðin.

Næstu námskeið:

 • Reykjavík 22. október, kl 17 til 21:30.  CenterHotels Plaza við Ingólfstorg. Fjarnám innifalið.   Verð 39.900 kr. Síðasta námskeið ársins, örfá sæti laus!
 • Fjarnám alltaf opið, byrjaðu að læra í gegnum netið núna! Verð 34.900 kr.
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. 

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

 • Hvernig við hámörkum árangur markaðsstarfsins og tryggjum að við nýtum markaðsféð sem best.
 • Hvernig neytendur taka ákvarðanir sem er grunnurinn að því að geta breytt hegðun.  (M.a. fjallað um behavioral economics og cognitive biases).
 • Hvernig við byggjum upp sterk vörumerki (verðum ,,segull").
 • Mótun markaðsstefnu, markaðsáætlunar og mikilvægi markaðstrekta.
 • Birtingaáætlanir, hvar eigum við að auglýsa, hversu oft og fyrir hvað mikið? Hvernig tryggjum við jafnvægi á milli langtíma og skammtíma markaðsaðgerða (t.d. rannsóknir Les Binet of Peter Field).
 • Markaðssetning á netinu og yfirferð yfir hvernig umdeildar herferðir (t.d. Trump og Brexit) notuðu gögn og auglýsingakerfi.
 • Yfirferð yfir tækifærin og þá tækni sem fyrirtæki geta notað við markaðssamskipti, áhersla á auglýsingakerfi Google og Facebook ásamt yfirferð yfir gagnadrifin markaðssamskipti og öll þau mismunandi kerfi sem bestu markaðsdeildir á Íslandi eru byrjaðar að nota.
 • Hvernig við getum gert árangursríkari auglýsingar.

Fyrir hverja: 

Framkvæmdastjóra, markaðsstjóra, vörumerkjastjóra og aðra stjórnendur og starfsmenn sem koma að stjórnun markaðsmála í litlum jafnt sem stórum fyrirtækjum. 

Kennari: 

Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsráðgjafi og stundakennari við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air, markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og sem vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi. (Nánari upplýsingar um kennara hér) 

Um fjarnám:

 • Rúmlega 6 klukkustundir af fyrirlestrum, ásamt ítarefni.
 • Hægt er að horfa og læra hvar og hvenær sem er, ennfremur jafn oft og þátttakendur kjósa í 6 mánuði.
 • Reglulega fá þátttakendur aðgang að lokuð video netspjalli við kennara.
 • Áfanginn er uppfærður reglulega með nýrri þekkingu og fróðleik sem er að hafa áhrif á störf markaðsfólks. 
 • Þátttakendur fá útskriftarskjal þegar áfanginn er kláraður sem hægt er að sýna í launaviðtali eða þegar sótt er um nýtt starf. 

Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsstjóri Íslandsbanka from Samtök atvinnulífsins on Vimeo.

 

Skráning á námskeið.

Dagsetningar í boði, smelltu til að skrá þig:

Skrá mig, 22. október

Skrá mig, fjarnám - byrjaðu að læra í dag!

Námskeið framundan