Stjórnun Markaðsstarfs

Námskeið í samstarfi við Íslandsstofu og MBL.IS sem fer á hagnýtan hátt yfir öll helstu starfssviðs markaðsstjórans og skilur þátttakendur eftir með verkfæri og þekkingu sem nýtist þeim strax í starfi.

Áfanginn er einnig í boði í fjarnámi, sjá hér.

Farið er yfir uppbyggingu vörumerkjavirðis, mótun markaðsstefnu og markaðsáætlunar ásamt helstu leiðum til að bæði móta og kynna vöru fyrirtækisins svo hámarks árangur náist. Fjölmargar íslenskar dæmisögur eru teknar fyrir til að auka skilning á viðfangsefnum. 

Námskeiðið hentar öllum sem koma að markaðsmálum lítilla jafnt sem stórra fyrirtækja. Hér má finna lista yfir hluta þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem sent hafa starfsmenn á námskeiðin.

Næstu námskeið:

  • Reykjavík 26. ágúst, kl 17:00-21:00.  CenterHotel Plaza við Ingólfstorg. (4 sæti laus)
  • Fjarnám alltaf opið, byrjaðu núna!  
  • Verð: 39.900 kr. per. þátttakanda.  Innifalið er matur og kaffiveitingar ásamt námskeiðsgögnum.  Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. 

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

  • Hvernig við hámörkum árangur markaðsstarfsins og tryggjum að við nýtum markaðsféð sem best
  • Breytingar á markaðnum, trend og kauphegðun
  • Hvernig við byggjum upp sterk vörumerki
  • Mótun markaðsstefnu, markaðsáætlunar og mikilvægi markaðstrekta
  • Birtingaáætlanir, kosti og galla mismunandi auglýsingamiðla og hvernig við getum hámarkað árangur auglýsinga
  • Markaðssetningu á netinu og tækifærin með vefborðum, auglýsingakerfi Facebook, Google, áhrifavöldum o.fl. 
  • Hvernig við getum gert árangursríkari auglýsingar  

Fyrir hverja: 

Framkvæmdastjóra, markaðsstjóra, vörumerkjastjóra og aðra stjórnendur og starfsmenn sem koma að stjórnun markaðsmála í litlum jafnt sem stórum fyrirtækjum. 

Kennari: 

Guðmundur Arnar Guðmundsson, markaðsráðgjafi og stundakennari við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air, markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og sem vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi. (Nánari upplýsingar um kennara hér) 

 

Skrá mig

Námskeið framundan