Tekjustýring fyrir hótel og gististaði

Námskeið fyrir þá sem vilja læra verðlagningu og tekjustýringu fyrir hótel og gististaði. Farið er yfir allt frá grunnhugtökum hagfræðinnar yfir í nýjustu tækni og þekkingu á verðstýringu/tekjustýringu.

Þátttakendur munu öðlast skilning á því hvað drífur tekjuöflun og bókanir, hvaða viðmið byggja skal á við mat á eftirspurn og hvernig hægt er að hámarka tekjur gististaða og draga úr áhættu í rekstri.

Á námskeiðinu er m.a. fjallað um:

  • Tekjustýringu og áhrif hennar á rekstur.
  • Grunnhagfræðihugtök, kostnaðarhugtök og hvernig þau tengjast verðlagningu.
  • Helstu hugtök tekjustýringar (ADR, RevPar Allotment o.s.frv.).
  • Vandamál og lausnir við fráktektir (e. Allotment) og helstu stefnur ræddar.
  • Nýtingu á mismunandi dreifileiðum.
  • Leikjafræði og Nash jafnvægi.
  • Bókunarkúrfur. Hvernig gerum við þær? Hvað ber að varast? Hvernig lesum við úr þeim og nýtum okkur?
  • Nýjustu þekkingu og tækni tekjustýringar og rýnt inn í framtíðina.

Næsta námskeið:

  • Tvær kvöldstundir, 2. og 3. september, kl. 17:20-20:20 á   CenterHotel Miðgarður, Laugavegi 121.  (Nokkur sæti laus)
  • Verð: 59.900 kr. per. þátttakanda. Innifalið er matur og kaffiveitingar ásamt námskeiðsgögnum.   Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi. 

Kennari

Stefnir Agnarsson er í framkvæmdastjórn AVIS bílaleigunnar. Hann er með BA í hagfræði og MSc í fjárfestingastjórnun. Stefnir hefur yfir 8 ára reynslu af tekjustýringu, m.a. hjá AVIS, WOW air og Iceland Express.

Fyrir hverja:

Námskeiðið er fyrir alla sem koma að stjórnun hótela og gististaða, sölu eða verðlagningu þeirra. Ennfremur fyrir alla þá sem vilja auka hagnýtan skilning á verðlagningu og tekjustýringu.

Skrá mig

Námskeið framundan