Ráðgjöf og fræðsla

Markaðsakademían hjálpar fyrirtækjum að ná árangri með aðferðum markaðsfræðanna. Ásamt reglulegum opnum námskeiðum og vinnustofum býður Markaðsakademían uppá:

 • Fyrirtækjafræðslu: námskeið og fyrirlestrar um markaðs- og þjónustumál, klæðskerasniðin að þörfum viðskiptavina.
 • Mentoraðstoð og ráðgjöf í markaðstengdum verkefnum.

Fyrirtækjafræðsla

Á hverju ári förum við inn í fjölmörg fyrirtæki með námskeið og fyrirlestra. Hér að neðan eru örfá dæmi um umfjöllunarefnin:

 • Hvernig getum við selt meira?
 • Hvað er ofurþjónusta og hvernig getum við boðið ofurþjónustu?
 • Hvernig getum við gert ferðaþjónustufyrirtæki að ,,segli"?
 • Hvernig getum við náð meiri árangri með fjárfestingunni í markaðsmál? Hvar eigum við að auglýsa og fyrir hvað?
 • Hvernig byggjum við sterkari vörumerki?
 • Hvaða stafrænu leiðir á fyrirtækið að vera nýta?
 • Leiðir og aðgerðir við að búa til einstaka og eftirminnilega upplifun fyrir viðskiptavini
 • Staðfærsla vörumerkis, mótun markaðsstefnu og leiðir til að gera vörumerki einstök
 • Blue Ocean Strategy vinnustofur, stefnumótun fyrirtækja
 • Hvernig getum við eflt hópa og fyrirtækjamenningu með FISH! Philosophy?

Markaðsakademían býr einnig til fjarnámsáfanga sérsniðna að þörfum fyrirtækja, sem eru lokaðir öðrum en starfsmönnum þeirra. Með fjarnámi er hægt að þjálfa mikinn fjölda starfsmanna með miklum sveigjanleika. Oft er erfitt að ná starfsmönnum saman á þann stað eða á þeim tíma sem hentar. Fjarnámið gerir öllum kleift að læra þegar og þar sem hentar. Jafnframt er hægt að hafa próf úr sérsniðnu fjarnámi fyrir starfsmenn fyrirtækja eins og leiðandi fyrirtæki í heiminum gera í auknu mæli.

Nýliðar jafnt sem eldri starfsmenn geta þannig fengið þjálfun sem hentar en jafnframt er möguleiki að blanda saman þjónustufræðunum við stefnu og sýn fyrirtækisins. 

Markaðsakademían tekur jafnframt að sér greiningar og staðfærslu vörumerkja, gerð markaðsáætlanna og vörumerkjarýni.

Við höfum jafnframt milligöngu um að finna sérfræðinga í hin ýmsu störf, bæði í föst störf og tímabundin verkefni innan fyrirtækja.

Ef þú ert með fyrirspurn eða vilt nánari upplýsingar hafðu þá samband við Guðmund Arnar, gudmundur@markadsakademian.is, sími: 844-2700.

Námskeið framundan

Engin skráð námskeið framundan