Skilmálar

Skráning og greiðsla námskeiðsgjalds

Við skráningu á námskeið samþykkir umsækjandi greiðslu á námskeiðsgjaldi. Rafrænir reikningar og kröfur eru sendar í heimabanka þátttakanda. Allar afskráningar verða að berast okkur með tölvupósti á netfangið sala@markadsakademian.is til þess að vera teknar gildar. Markaðsakademían endurgreiðir eingöngu námskeiðsgjöld þegar meira en tveir virkir dagar eru fram að fyrsta degi námskeiðs. Þegar um erlenda fyrirlesara er að ræða þurfa afboðanir að berast með minnst 4 vikna fyrirvara til að endurgreiðsla fáist.  Verði óvænt forföll hafið þá samband og leitað verður lausna mála. Ávalt er heimilt er að senda annan þátttakanda í stað þess sem forfallast.

Um fyrirtækið

Markaðsakademían slf.

Kt. 670918-0330

sala@markadsakademian.is

Lög og varnarþing

Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Markaðsakademíunni á grundvelli þessara skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum. Lögheimili Markaðsakademíunnar og varnarþing er í Kópavogi.

Námskeið framundan

Engin skráð námskeið framundan