Markaðsakademían

MARKAÐSAKADEMÍAN

Markaðsakademían aðstoðar fólk og fyrirtæki við að ná meiri árangri með markaðsstarfi og þjónustu. Á námskeiðunum miðlum við hagnýtum aðferðum og dæmum sem gefa stjórnendum og starfsfólki verkfæri og hugmyndir sem það getur strax notað í störfum sínum.

 

Eftirspurnin eftir hagnýtri þekkingu á markaðsmálum er mikil þar sem samkeppni á öllum mörkuðum verður sífellt harðari. Því fleiri valkostir sem neytendur standa frammi fyrir, því mikilvægari verða markaðsfræðin. Námskeiðið Stjórnun markaðsstarfs varð til út frá þessari þörf. Það tekur á öllu frá stefnumótun markaðsmála, markaðsaðgerðum og svo framkvæmd þeirra.

 

Síðar varð námskeiðið Ofurþjónusta til. Námskeiðið kom til vegna mikils áhuga þátttakenda á fyrirlestrum og námskeiðum um þjónustu upplifun viðskiptavina. Spurningin hvernig geta fyrirtæki farið stöðugt fram úr væntingum viðskiptavina, kom sífellt upp. Hugmyndafræðin á bakvið námskeiðið er að hjálpa stjórnendum og starfsmönnum að auka þjónustu fyrirtækisins úr góðri- yfir í ofurþjónustu. Námskeiðið hefur fengið afar góðar móttökur.

 

Kennarinn


Guðmundur Arnar Guðmundsson hefur mikla fræðilega og hagnýta reynslu af markaðs- og þjónustumálum eftir að hafa starfað við markaðsmál og sem markaðsstjóri í hátt í 20 ár. Hann hefur kennt markaðsfræði og vörumerkjastjórnun við Háskólann í Reykjavík ásamt því að vera reglulegur gestafyrirlesari í öllum háskólum landsins. Hefur hann m.a. stýrt markaðsmálum hjá tveimur Markaðsfyrirtækjum ársins skv. ÍMARK, Icelandair 2011 og Nova 2014.

 

Guðmundur er með BA honours í hagfræði frá Acadia University í Kanada og MBA frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa sótt stjórnendanám, þ. á m. Design Thinking við Harvard Business School. Hann hefur verið mentor í Startup Reykjavík og Startup Tourism, dómari í Gullegginu og markaðsráðgjafi fyrir fjölda fyrirtækja, af öllum stærðum og í mörgum ólíkum atvinnugeirum. Guðmundur sat í stjórn Ímark og veitti félaginu formennsku og tók þar þátt í vali á markaðsmanni ársins, áhrifaríkustu markaðsherferðinni, Lúðrinum og markaðsfyrirtæki ársins. Þá hefur hann verið leiðbeinandi fjölda háskólanema við lokaritgerðaskrif.

 

Í gegnum störf sín hefur Guðmundur unnið með fjölmörgum sérfræðingum á sviði markaðsfræða, sem dæmi Kevin Lane Keller höfundi Marketing Management með Philip Kotler og höfundi Strategic Brand Management, Scott Bedbury fyrrum markaðsstjóra Nike og Starbucks, Joseph Pine höfundi bókarinnar The Experience Economy og Mary Flynn frá Disney Institute. Jafnframt hefur hann stuðlað að því að fyrirlesarar á borð við Paco Underhill, Seth Godin, Rory Sutherland o.fl. hafa komið til Íslands.

 
kt. 670918-0330
Grundarhvarf 3
203 Kópavogur
Sími: 831-0754
 
Allar nánari upplýsingar
Klara Briem
Kennari
Guðmundur Arnar 
 

 

Kennari

Guðmundur Arnar Guðmundsson

starfar sem markaðsráðgjafi og stundakennari við Háskólann í Reykjavík. Hann er hagfræðingur frá Acadia University í Kanada og með MBA gráðu frá Háskóla Íslands.
Guðmundur hefur víðtæka reynslu af markaðsmálum og uppbyggingu vörumerkja en hann hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air, markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og sem vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi. Þá hefur hann veitt fjölda fyrirtækja ráðgjöf um hvernig haga megi markaðsstarfi. Hann var stjórnarformaður ÍMARK og er annar höfundur bókarinnar Markaðssetning á netinu.
Allar nánari upplýsingar gefur Klara: klara@markadsakademian.is.

Samstarfsaðilar: