Hvað er Markaðsakademían

Markaðsakademían hjálpar fyrirtækjum að ná árangri. Við höfum boðið uppá regluleg markaðs- og þjónustunámskeið í rúm 9 ár. Starfsmenn frá nánast öllum 300 stærstu fyrirtækjum Íslands hafa verið þátttakendur ásamt starfsmönnum úr miklum fjölda minni fyrirtækja (sjá hér), út um allt land og úr öllum atvinnugreinum. Í heildina hafa á þriðja þúsund manns sótt námskeiðin.
 
Þjónusta Markaðsakademíunnar er þríþætt:
  • Skipulögð markaðs- og þjónustunámskeið á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni

  • Klæðskerasniðin fræðsla og fyrirlestrar fyrir fyrirtæki, á íslensku og ensku

  • Mentor aðstoð og ráðgjöf sem hjálpar stjórnendum að ná meiri árangri  

Fólkið á bakvið Markaðsakademíuna

Eigendur Markaðsakademíunnar eru Guðmundur Arnar Guðmundsson og Klara Briem. Guðmundur Arnar hefur mikla fræðilega og hagnýta reynslu af markaðs- og þjónustumálum eftir að hafa starfað við markaðsmál og sem markaðsstjóri í hátt í 20 ár. Hann hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air, markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og sem vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi. Þá hefur hann veitt fjölda fyrirtækja ráðgjöf um hvernig haga megi markaðsstarfi. Ennfremur hefur hann kennt markaðsfræði og vörumerkjastjórnun við Háskólann í Reykjavík ásamt því að vera reglulegur gestafyrirlesari í öllum háskólum landsins. Hefur hann m.a. stýrt markaðsmálum hjá tveimur Markaðsfyrirtækjum ársins skv. ÍMARK, Icelandair 2011 og Nova 2014.

Guðmundur er með BA honours í hagfræði frá Acadia University í Kanada og MBA frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa sótt stjórnendanám, þ. á m. Design Thinking við Harvard Business School. Hann hefur verið mentor í Startup Reykjavík og Startup Tourism, dómari í Gullegginu og markaðsráðgjafi fyrir fjölda fyrirtækja, af öllum stærðum og í mörgum ólíkum atvinnugeirum. Guðmundur sat í stjórn ÍMARK og veitti félaginu formennsku og tók þar þátt í vali á markaðsmanni ársins, áhrifaríkustu markaðsherferðinni, Lúðrinum og markaðsfyrirtæki ársins. Þá hefur hann verið leiðbeinandi fjölda háskólanema við lokaritgerðaskrif.

 

Í gegnum störf sín hefur Guðmundur unnið með fjölmörgum sérfræðingum á sviði markaðsfræða, sem dæmi Kevin Lane Keller höfundi Marketing Management með Philip Kotler og höfundi Strategic Brand Management, Scott Bedbury fyrrum markaðsstjóra Nike og Starbucks, Joseph Pine höfundi bókarinnar The Experience Economy og Mary Flynn frá Disney Institute. Jafnframt hefur hann stuðlað að því að fyrirlesarar á borð við Paco Underhill, Seth Godin, Rory Sutherland o.fl. hafa komið til Íslands.

 
kt. 670918-0330
 
Klara Briem
s. 787-6767
 
Guðmundur Arnar Guðmundsson
s. 844 2700
 

Myndir úr ýmsum áttum

 

Guðmundur og Klara með Rory Sutherland hjá Ogilvy í Bretlandi nýlega en hann hefur verið áberandi við að miðla boðskap Behavioural Economics innan markaðssamfélagsins. 

Með Seth Godin þegar hann kom til Íslands.

 
Í kvöldverð með Peter Fader.
 
 
Guðmundur hefur oft unnið með Kevin Lane Keller. Þessi mynd er tekin þegar hann talaði við Íslandsbanka.
 
 
Martin Lindstrom hélt áhugaverðan fyrirlestur á Íslandi fyrir nokkrum árum. 
 
Icelandair að taka við verðlaunum sem markaðsfyrirtæki ársins hjá Ímark.
 
Fyrsta flug WOW air til Parísar með fjölmiðlafólk.
 
Þegar Nova var valið markaðsfyrirtæki ársins hjá Ímark var að sjálfsögðu tekin sjálfa.
 
Með Scott Bedbury sem var markaðsstjóri Starbucks þegar kaffihúsið byrjaði að vaxa og varð ,,The third place" en jafnframt var hann markaðsstjóri Nike þegar ,,Just Do It" slagorðið og markaðsstefnan varð til.
 
 
 
 

 

Námskeið framundan