Markaðsakademían 

Markaðsakademían  hjálpar einstaklingum og fyrirtækjum að ná árangri. Við höfum boðið uppá reglulega fræðslu og námskeið  í rúm 9 ár.  Starfsmenn frá nánast öllum 300 stærstu fyrirtækjum Íslands hafa verið þátttakendur ásamt starfsmönnum úr miklum fjölda minni fyrirtækja (sjá hér), út um allt land og úr öllum atvinnugreinum. Í heildina hafa á þriðja þúsund manns sótt námskeiðin.
 
Þjónusta Markaðsakademíunnar er þríþætt:

  • Skipulögð markaðs- og þjónustunámskeið á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni

  • Klæðskerasniðin fræðsla og fyrirlestrar fyrir fyrirtæki, á íslensku og ensku ennfremur í fyrirtækjum en jafnframt   í fjarnámi
  • Ráðgjöf og mentor aðstoð sem hjálpar einstaklingum að ná meiri árangri   í sínum störfum

Kennarar Markaðsakademíunnar

Guðmundur Arnar hefur  hefur starfað sem markaðsstjóri Íslandsbanka, Nova og WOW air, markaðsstjóri Icelandair í Bretlandi og sem vörumerkjastjóri Icelandair á Íslandi. Þá hefur hann veitt fjölda fyrirtækja ráðgjöf um hvernig haga megi markaðsstarfi. Ennfremur hefur hann kennt markaðsfræði og vörumerkjastjórnun við Háskólann í Reykjavík ásamt því að vera reglulegur gestafyrirlesari í öllum háskólum landsins. Hefur hann m.a. stýrt markaðsmálum hjá tveimur Markaðsfyrirtækjum ársins skv. ÍMARK, Icelandair 2011 og Nova 2014. Guðmundur er með BA honours í hagfræði frá Acadia University í Kanada og MBA frá Háskóla Íslands, auk þess að hafa sótt stjórnendanám við Harvard Business School.

Ólafur Örn Nielsen, ráðgjafi fyrirtækja í stafrænni vegferð hjá Möntru ráðgjöf. Hann hefur starfað við stjórnun og hugbúnaðarþróun í 15 ár, nú síðast sem framkvæmdastjóri Kolibri og þar áður hjá Form5, WOW air, Eddu útgáfu og Morgunblaðinu. Nánari upplýsingar um Ólaf má finna hér: www.mantra.is

Ólöf Erla Einarsdóttir  á og rekur hönnunarstofuna  Svart.Design. Ólöf er einn besti Photoshoppari á Íslandi og hafa  verkefnin hennar vakið mjög mikla athygli.

Stefnir Agnarsson er í framkvæmdastjórn AVIS bílaleigunnar. Hann er með BA í hagfræði og MSc í fjárfestingastjórnun. Stefnir hefur yfir 8 ára reynslu af tekjustýringu, m.a. hjá AVIS, WOW air og Iceland Express. Hann stofnaði Verðstýringu ehf sem sinnir ráðgjafastörfum, innleiðingu á hugbúnaði og gervigreind í tekjustýringu. Ennfremur hefur hann mikla þekkingu á tekjustýringarkerfum og hvernig nútíma tækni er að taka yfir iðnaðinn.

Tryggvi Freyr Elínarson, framkvæmdastjóri Datera, sem sérhæfir sig í gagnadrifnum og sjálfvirkum markaðssamskiptum. Tryggvi hefur unnið með mörgum af stærstu fyrirtækjum Íslands, jafnt sem minni, í nánast öllum atvinnugreinum. Hans sérsvið eru auglýsingakerfi Facebook og Google.

 
kt. 670918-0330
Guðmundur Arnar Guðmundsson
s. 844 2700
 

Myndir úr ýmsum áttum

 

Omar Johnson er fyrrum markaðsstjóri Beats by Dr. Dre og yfirmaður markaðsmála hjá Apple. Hann hélt mjög áhugaverðan fyrirlestur á vegum Origo þar sem áherslan var á að finna innsæi og skapa sterk vörumerki.


Guðmundur Arnar með Les Binet

Guðmundur með Les Binet haustið 2019.

Þjónustunámskeið, The Ritz-CarltonJeff Hargett frá   leiðtogaskóla The Ritz-Carlton í september 2019 með Guðmundi. Hann kenndi þjónustu  fyrir fullu húsi á Hilton Nordica á vegum Markaðsakademíunnar.

Guðmundur og Klara með Rory Sutherland hjá Ogilvy í Bretlandi nýlega en hann hefur verið áberandi við að miðla boðskap Behavioural Economics innan markaðssamfélagsins. 

Með Seth Godin þegar hann kom til Íslands.

 
Í kvöldverð með Peter Fader.
 
 
Guðmundur hefur oft unnið með Kevin Lane Keller. Þessi mynd er tekin þegar hann talaði við Íslandsbanka.
 
 
Martin Lindstrom hélt áhugaverðan fyrirlestur á Íslandi fyrir nokkrum árum. 
 
Icelandair að taka við verðlaunum sem markaðsfyrirtæki ársins hjá Ímark.
 
Fyrsta flug WOW air til Parísar með fjölmiðlafólk.
 
Þegar Nova var valið markaðsfyrirtæki ársins hjá Ímark var að sjálfsögðu tekin sjálfa.
 
Með Scott Bedbury sem var markaðsstjóri Starbucks þegar kaffihúsið byrjaði að vaxa og varð ,,The third place" en jafnframt var hann markaðsstjóri Nike þegar ,,Just Do It" slagorðið og markaðsstefnan varð til.
 
 
 
 

 

Námskeið framundan