,,Atvinnurekendur þurfa að koma inn í það að veita íslenskukennslu. Þetta er ekki einkamál, þetta er samfélagsmál."
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Pallborðið á Visir.is 27. júní 2023


Bara tala

Stafræn leikjavædd íslenskukennsla. Eykur orðaforða, hlustunarfærni og þjálfar aðflutta í að tala íslensku.

Fá kynningu

Hvað inniheldur Bara tala

Grunnfærni í íslensku: Fjöldi námskeiða sem veita lykilinn að samfélaginu. Um er að ræða íslenskunámskeið sem kenna nemendum orðaforða og hlustunarfærni og veita þeim tól til að æfa sig í framburði og setningum til þess að bjarga sér í samfélaginu. 

Starfstengt íslenskunám: Námskeið sem þjálfar starfsfólk í þeim orðaforða og setningum sem notast er við á vinnustaðnum.

Við nýtum okkur þá tækni sem þegar er til staðar vegna máltækniáætlunar stjórnvalda og nýtum okkur forritaskil þeirra til að búa til efni (myndir, hljóð og texta), hljóð með talgervli og viðgjafarefni með gervigreind (myndir og texti) sem og gagnvirkni með leiðsögn

Markmið: Námskeiðin veita einstaklingum grunnfærni til að bjarga sér í samfélaginu, taka þátt í og skilja kaffistofuspjallið á vinnustöðum og að vera virkir þátttakendur í þjóðfélaginu. Vinnusértæku námskeiðin styrkja starfsfólk og auka hæfni þess, sjálfstraust og öryggi í starfi. Þannig veitir Bara tala lykilinn að samfélaginu.  Á vefsíðunni er mögulegt að nálgast yfirlit yfir virka notendur, hversu margar æfingar hafa verið kláraðar og hversu margar klukkustundir hafa verið spilaðar. 


Fyrirtæki geta nýtt sér þessar upplýsingar til að sækja um styrk frá stéttarfélögum í gegnum starfsmenntunarsjóði fyrir allt að 90% af áskriftinni að Bara tala.