Akademias hjálpar vinnustöðum að ná árangri með rafrænum fræðslulausnum. Þjónustan inniheldur greiningu á fræðsluþörfum sem við tengjum beint við fræðslu, ráðgjöf við gerð fræðslunnar, framkvæmd og eftirfylgni fræðsluáætlunar, stærsta rafræna fræðslusafn á Íslandi með um 160 rafræn námskeið (textuð á mörg tungumál) og framleiðslu á klæðskerasniðnum námskeiðum eða lausnum fyrir vinnustaði. Markmiðið er að leysa sem mest af þörfum vinnustaða fyrir stöðugt og  fjölbreytt fræðslustarf yfir starfsárið.

Akademias hefur unnið með hátt í 200 íslenskum vinnustöðum og býr því yfir verðmætri reynslu sem hjálpar þínum vinnustað að ná árangri.



Vinnuferli Akademias

Vinnuferli Akademias tryggir kröftuga skipulagningu og framkvæmd fræðslustarfsins. Fræðsluráðgjafar hjálpa jafnframt vinnustöðum að sækja um styrk fyrir allt að 100% af kostnaði.

Vinnustaðir ná árangri hratt með lágmarks fyrirhöfn og á hagkvæman hátt hjá Akademias. 


Hvað hentar þínum vinnustað?

Akademias býður upp á tvær áskriftarþjónustur og tvo þjónustupakka. 

Vinnuskólaáskrift er heildarlausn fyrir vinnustaði sem inniheldur allar rafrænar lausnir og þjónustur Akademias ásamt framleiðslu á fjórum rafrænum námskeiðum fyrir viðskiptavin. Þjónustan gerir vinnustöðum kleift að mæta fjölbreyttum og síbreytilegum fræðsluþörfum á stöðugan og hagkvæman hátt.  

Framleiðsluáskrift er fyrir vinnustaði sem hafa meiri þörf fyrir framleiðslu á eigin námskeiðum en tilbúnum rafrænum námskeiðum. Þjónustan inniheldur allt sem Vinnuskólaáskriftinni fylgir fyrir utan 10 tilbúin námskeið sem viðskiptavinur velur.

Vinnustaðir geta jafnframt keypt 12 mánaða áskrift af einu eða fleiri stökum námskeiðum eða fengið framleiðslu á einu eða fleiri sértækum námskeiðum með framleiðslu- og námskeiðspakkanum.


     

    

* án vsk, verð fyrir 12 mánuða áskrift.

Nýjar fræðslulausnir í hverjum mánuði 

Í Vinnustaðaskóla Akademias eru í dag um 160 rafræn námskeið með textun á ensku og fleiri tungumálum í 7 flokkum.

Í hverjum mánuði eru ný námskeið og lausnir gefnar út sem áskrifendur Vinnuskólans fá aðgang að án aukagjalds. Við útgáfu á sér mánaðarlegt samtal þar sem áskrifendur geta haft áhrif á hvaða námskeið Akademias bætast við þjónustuna.   

Í apríl 2024 voru eftirfarandi námskeið gefin út:




Hafðu samband

Hafðu samband og leyfðu okkur að kynna fyrir þér hvernig við getum hjálpað þínum vinnustað að ná samtímis meiri árangri og lækkuðum kostnaði í fræðslumálum.

Sverrir Hjálmarsson
Sérfræðingur í starfsmannafræðslu
sverrir@akademias.is