Lýsing námskeiðs og skráning

Segull – Leiðtogaþjálfun ferðaþjónustunnar

Starfar þú í ferðaþjónustu? Vilt þú taka þátt í því að koma íslenskri ferðaþjónustu í fremstu röð á næstu 3-5 árum? Þá er Segull – Leiðtogaþjálfun ferðaþjónustunnar fyrir þig.

Segull felur í sér 20 - 30 klst nám (Leiðtogi í ferðaþjónustu) sem annars vegar stafrænt nám og hins vegar vinnustofur.

Til að fá viðurkenningu sem Leiðtogi í ferðaþjónustu þarf að ljúka Seglinum og 1 vinnustofu (1x3 klst). Hægt er að taka námið á þeim hraða og á þeim tíma sem hentar viðkomandi en vinnustofur eru auglýstar sérstaklega og verða nemendur látnir vita þegar þær eru í boði.

Segull – Ferðaþjónusta í fremstu röð! er samstarfsverkefni Akademias, SAF og Íslenska ferðaklasans og viðurkennt af öllum aðilum.

Segullinn skiptist í eftirfarandi hluta:

  • Inngangur
  • Kafli 1 Ferðaþjónustan
    • Mikilvægi ferðaþjónustu              
    • Fortíð og framtíð                           
    • Verðmætasköpun og sjálfbærni                           
    • Áskorun
  • Kafli 2 Verkefnastjórnun           
    • Verkefnastjórnun og skipulag
    • Flokkun verkefna
    • Samskipti og samræður
    • Teymið og leiðtogar (nýr)
    • Tímastjórnun og skipulag funda
    • Verkefnastjórnun m/Asana
    • Áskorun
  • Kafli 3 Stjórnun            
    • Leiðtoginn og stjórnunarstílar
    • Tilfinningagreind og hluttekning
    • Að takast á við ágreining
    • Aðferðafræði Coaching
    • Viðtal
    • Áskorun
  • Kafli 4 Markaðsmál      
    • Stjórnun markaðsstarfs
    • Growth Theory
    • Auglýsingakerfi Facebook
    • Sala og sölutækni
    • Almannatengsl
    • Ofurþjónusta
    • Áskorun
  • Kafli 5 Mannauðsmál  
    • Stjórnun mannauðs
    • Lykilstarfsmenn og verðmætasköpun
    • Ráðningarsamningar
    • Mannauðsstjórnun og breytingar
    • Áskorun
  • Kafli 6 Verðmætasköpun og nýsköpun  
    • Nýsköpun í hnotskurn
    • Skapandi hugsun
    • Uppsprettur nýsköpunar
    • Verðmætasköpun
    • Viðtal - Nýsköpun í ferðaþjónustu
    • Framtíðarsýn
    • Breytingastjórnun - Skref Kotters
    • Áskorun
  • Samantekt

Vinnustofur

Vinnustofur eru í stað- og fjarnámi á ákveðnum tíma en hver vinnustofa er 3 klst.

Hver vinnustofa er í boði 2 sinnum á ári og er viðfangsefni hennar Stafræn markaðssetning. Fyrsta vinnustofa er fyrirhuguð í mars 2024.

Í vinnustofum vinna nemendur með þau fyrirtæki sem þeir starfa fyrir (eða þekkja til) við að útfæra ákveðnar aðferðir og aðgerðir

 

Verð: 159.000- (99.000 fyrir SAF meðlimi).

 

Hægt er að greiða með kreditkorti og fá reikning í heimabanka en jafnframt dreifa greiðslum í allt að 6 mánuði. Hafið samband við bokhald@akademias.is til að dreifa greiðslum.

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

Leiðbeinandi

Dr. Eyþór Ívar Jónsson

Hoobla - Systir Akademias