Lýsing námskeiðs og skráning

Stýring markaðsmála

Eru markaðsmálin á þinni könnu ásamt fleiri verkefnum? Langar þig að öðlast meiri þekkingu og skilning á markaðsmálum til að geta átt betra samstarf við auglýsingastofur, markaðsstofur eða ráðgjafa?

Stýring markaðsmála er námskeið fyrir þá sem ásamt öðrum verkefnum eru með markaðsmál sinnar skipulagsheildar á sínu borði en hafa ekki hlotið neina formlega þjálfun eða menntun í fræðunum. Markmið námskeiðsins er að auka skilning þátttakenda á viðfangsefninu til að geta átt í betra samstarfi sem svo leiðir til betri árangurs. Farið er yfir helstu verkfæri markaðsfræðinnar og farið yfir mikilvæg hugtök sem innlegg í markaðslegri stefnumörkun skipulagsheilda. Markmiðið er að eftir námskeiðið eigi þátttakendur auðveldara með að eiga samskipti við samstarfsaðila sína og hafi betri tök á þessari mikilvægu fjárfestingu sem felst í markaðsstarfi.

Að loknu námskeiðinu eiga þátttakendur að geta átt upplýstara samtal um markaðsmál sinnar skipulagsheildar og getað miðla sinni sýn og stefnu til annarra.

Umsjónarmaður námskeiðsins er Þórarinn Hjálmarsson frá Akademias en hann hefur í hartnær tvo áratugi lifað og starfaði í heimi markaðsmála hérlendis. Þórarinn hefur meðal annars starfað sem markaðsráðgjafi og markaðsstjóri en auk þess hefur hann áralanga reynslu af því að kenna markaðsfræði á háskólastigi auk þess að hafa leiðbeint ótalmörgum nemendum með lokaverkefni í fræðunum.

Auk hans verða fjölmargir gestir sem munu miðla af reynslu sinni og þekkingu til þátttakenda.

Meðal gesta verða:

  • Edda Sólveig Gísladóttir, verkefnastjóri hjá Prósent
  • Eydís Sigrún Jónsdóttir, markaðsráðgjafi hjá Kvartz markaðsstofu

Meðal þess sem fjallað verður um í námskeiðinu:

  • Verkfærakista markaðsfræðinnar
  • Mikilvægi vörumerkja
  • Markhópar
  • Markaðshlutun, miðun og staðfærsla
  • Markaðsáætlanir og markaðssamskiptaáætlanir
  • Markmiðasetning
  • Birtingamyndir markaðsstarfs
  • Samskipti kaupenda og seljenda að auglýsingaþjónustu
  • Mat á árangri

Hagnýtar upplýsingar

Námskeiðið hefst 3.apríl 2024 og er kennt á miðvikudögum 13:00 – 16:00 og fimmtudögum 09:00 -  12:00 í þrjár vikur.

Námið er í boði sem staðnám í Borgartúni 23 eða fjarnám (í beinni á netinu eða með upptökum þegar hentar) eða sem blönduð námsleið. 

Námskeiðið er í sex hlutum, hver hluti þrjár klukkustundir og því samtals 18 klukkustundir að lengd.

Námsmat: Einstaklingsverkefni

Verð: 269.000 –

Mörg stéttarfélög veita styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð fyrir allt að 90% af náminu en jafnframt eru aðrar styrkjaleiðir færar fyrir fyrirtæki, óháð starfsmanni (sjá www.attin.is). Hafðu samband og við aðstoðum akademias@akademias.is.

 

Leiðbeinandi

Þórarinn Hjálmarsson

Hoobla - Systir Akademias