Verkefnastjórnun með Asana

Asana er eitt vinsælasta verkefnastjórnunarkerfið í heiminum í dag. Asana hjálpar einstaklingum og hópum að skipuleggja vinnuna sína betur og vera með meiri fókus á markmiðin, verkefnin og þau daglegu störf sem hjálpa fyrirtækjum að vaxa.

Asana hentar fyrirtækjum af öllum stærðum og gerðum, hópum og þvert á hópa og einstaklingum.

Á námskeiðinu er farið yfir grunnþætti Asana og hvernig það er byggt upp, með fókus á að nýta Asana sem samskiptatól svo hægt sé að fækka fundum. Í lok námskeiðs eiga þátttakendur að hafa öðlast þekkingu og færni til að byrja strax að nýta sér kerfið. Fleiri og fleiri fyrirtæki eru farin að nota Asana í sínum daglega rekstri, fyrst og fremst vegna þess hversu sveigjanlegt og notendavænt kerfið er.  

Á meðal fyrirtækja sem nota Asana eru m.a. Uber, Harvard University, GE, Deloitte, Zappos, Google, AirBnB, IDEO, PayPal og Facebook.

Hagnýt atriði:

 • Ekki er komin tímasetning á næsta námskeið.
 • Verð 49.900 kr. 
 • Asana kerfið er gjaldfrjálst fyrir allar helstu aðgerðir.
 • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 90% af námskeiðsgjaldi.

Á námskeiðinu er fjallað um:

 • Uppbygging Asana.
 • Aðgangstýringu að verkefnum og verkþáttum.
 • Þau mismunandi sniðmát (e. template) sem Asana býður upp á sem henta mismunandi verkefnum.
 • Hvernig verkefni eru skipulögð innan Asana.
 • Hvernig verkefnum er fylgt eftir innan teymis og milli teyma/deilda.
 • Hvernig hægt er að skoða framvindu verkefna og gefa stöðu og skýrslur.
 • Hvernig nýta má Asana til að plana sína eigin vinnu og forgangsraða daglega.

Fyrir hverja?

Alla þá sem koma að einhverju leiti að verkefnastýringu í sínu daglega starfi og vilja læra á þetta sveigjanlega tól til að plana og halda utanum verkefni.

Kennari:

Sigurhanna Kristinsdóttir, Delivery Lead hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Gangverk. Hún hefur starfað við verkefnastýringu síðastliðin 15 ár, og síðustu 10 ár í hugbúnaðarverkefnum hjá Gangverki, Icelandair, Kolibri, Nova og Hugsmiðjunni. Sigurhanna hefur mikla reynslu af Asana, bæði í sínum störfum og í sínu persónulega lífi.

Námskeið framundan

Engin skráð námskeið framundan