Lýsing námskeiðs og skráning

Erfiðir viðskiptavinir, hlutverk stjórnenda

Í námskeiðinu er farið yfir aðstæður þegar starfsfólk lendir í erfiðum samskiptum við viðskiptavini. Nokkur dæmi eru sett fram um hvernig hægt er að bregðast við óæskilegri eða óviðeigandi hegðun viðskiptavinar. Farið er yfir mikilvæga þætti sem stjórnendur þurfa að huga að til að undirbúa starfsfólk og hvað hægt er að gera til að koma á og viðhalda réttum viðbrögðum. Áhersla er lögð á hvernig hægt er að nýta aðstæður sem tækifæri og hvernig umbótahugsun getur orðið hluti af fyrirtækjamenningu.   

Fyrir hverja?
Fyrir stjórnendur og millistjórnendur sem bera ábyrgð á meðferð kvartana, þar sem efni og áhersla námskeiðsins er á hagnýt verkfæri í krefjandi aðstæðum.

Námskaflar og tími:

  • Erfiðir viðskiptavinir fyrir stjórnendur - 10 mínútur.
  • Viðbrögð fyrir stjórnendur - 10 mínútur.

Heildarlengd: 20 mínútur.

Textun í boði:
Enska, íslenska, pólska og víetnamska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

María Dröfn Sigurðardóttir

María Dröfn hefur yfir 20 ára starfsreynslu við stjórnun og fræðslu í ferðaþjónustu.
María Dröfn er með Msc í markaðsfræði og rekur fræðslufyrirtæki fyrir starfsfólk í framlínu þjónustufyrirtækja.

Hoobla - Systir Akademias