Lýsing námskeiðs og skráning

Rétt líkamsbeiting og vellíðan - í skrifstofuvinnu

Vinnur þú skrifstofuvinnu, þar sem langar setur og einhæfni einkenna vinnudaginn? Finnur þú fyrir streitu, vöðvabólgu eða öðrum líkamlegum óþægindum?
Langar þig að læra að stilla starfsaðstöðuna þína betur og tileinka þér rétta líkamsbeitingu?

Markmið og tilgangur námskeiðsins er að færa þér fróðleik og ráð, til að þér geti liðið betur, líkamlega og andlega.

Um hvað er námskeiðið?
Í námskeiðinu er þér kennt að stilla betur starfsaðstöðuna þína, að öllu leyti.
Og um leið að tileinka þér rétta líkamsbeitingu, draga þannig markvisst úr vöðvabólgu og öðrum óþægingum í stoðkerfi, vera í góðu vinnuformi og viðhalda góðri heilsu.
Námsefni og fyrirkomulag námskeiðsins styður við þetta, með skýrum og hnitmiðuðum myndböndum. Um leið og þú ferð að tileinka þér fjölbreyttar stillingar ferðu markvisst að draga úr vöðvabólgu og streitu.

Fyrir hverja?
Námskeiðið er fyrir allt skrifstofufólk, sem margt er í vítahring með rangt stillta starfsstöð og þar með ranga líkamsbeitingu, sem ýtir undir vöðvabólgu, streitu og önnur óþægindi.

Námskaflar og tími:

  • Herman Miller Aeron - 3 mínútur.
  • Herman Miller Mirra - 3 mínútur.
  • Kinnarps - 2 mínútur.
  • Skrifborðsstóll við borð - 1 mínúta.
  • Að standa við borð -
  • Uppsetning skjáa - 3 mínútur.
  • Lyklaborðið og músin - 1 mínúta.
  • Fótskemill - 1 mínúta.

Heildarlengd: 14 mínútur.

Textun í boði:
Enska og íslenska.

Verð:
24.000 kr.

Hagnýtar upplýsingar

  • Fjarnám á netinu, byrjaðu að læra núna!
  • Lærðu á þínum hraða, eins oft og hvar og hvenær sem er yfir 12 mánaða tímabil.
  • Námskeiðið er í boði á sérkjörum fyrir vinnustaði - sjá nánar.
  • Mörg stéttarfélög veita styrk fyrir allt að 100% af verði námskeiðs.
  • Vinnustaðir geta sótt um styrk í gegnum Starfsmenntunarsjóð inni á www.attin.is – óháð starfsmanni.
  • Vinnumálastofnun veitir möguleika á styrk fyrir skjólstæðinga sína fyrir allt að 75% af verði námskeiðs.

 

Leiðbeinandi

Ásgerður Guðmundsdóttir

Ásgerður Guðmundsdóttir er sjúkraþjálfari og íþróttakennari.
Ásgerður hefur í yfir 20 ár sérhæft sig í vinnustaðaúttektum í fyrirtækjum og stofnunum um land allt. Samhliða hefur hún verið með námskeið og fyrirlestra um heilsueflingu og heilsuvernd sem miða að aukinni vellíðan í vinnu og að draga úr vöðvabólgu og öðrum stoðverkjum.

Hoobla - Systir Akademias